Að kveldi dags.
Hver þerrar tár að trega linni
og tendrar ljós er birtan dvín?
Hver græðir sár í sálu þinni
er sorgin fyllir hugann pín?

Hver leiðir þig um lífsins vegi
er lokuð virðist sérhver braut,
og napurt er á nótt sem degi
nístir hugann kvöl og þraut.

Hver elskar þig og áfram leiðir
alla vegi lífið gegn?
Drottin ásjár bitur beiðir,
baráttan er þér um megn.

Hver verndar þig og veikan styður
og vakir yfir beði hljótt?
Ljásins heyrist leiður kliður
lífið er á enda fljótt.

Hver yljar þér á ævikvöldum
öllum gleymdur, hrakinn sár?
Senn mun lygna á lífsins öldum,
lokið göngu, kaldur nár.
 
Rúna
1960 - ...


Ljóð eftir Rúnu

Lífsganga
Til hans.
Lífssýn
Stormur
Stökur
Að kveldi dags.
Ást í draumi
Erfiljóð
Í nætureldingunni
Ástarljóð til elskunnar minnar.
Draumur
Á vonarvöl