Bréf til einskis
Til gamals skólafélaga:

Hvernig líður þér?
Hvernig er lífið þitt?
Hvað er að frétta af þér og þínum?
Hver eru eftirlætis áhugamálin þín og innstu þrár þínar?
Ertu í þinni eigin fyllstu sannfæringu sáttur við að búa enn heima hjá foreldrum þínum, líklega í sama herberginu, og sama umhverfinu í næstum 20 ár?
Finnst þér í eigin fúlustu alvöru allt í lagi að búa enn í litla plássinu sem þú ólst upp í?
Hvað vilt þú fá út úr lífinu þínu?
Hverjir eru nánustu og bestu vinir þínir?
Eru þeir stöðugir og stoðir þegar á reynir?
Eða stendur þú sjálfur ef þeir bregðast?
Hverjar eru hinar raunverulegu stoðir í lífinu?
Stöndum við sjálf eða stöndum við á grunni sem tíminn hefur mótað úr lífi okkar?
Forðastu að taka áhættur eða er það köllun þín að standa í stað?
Hefurðu nokkra köllun yfirleitt?
Mig langar svo að vita - líður þér vel?

Með ósk um ekkert svar,
gömul skólasystir  
Pála D. Guðnadóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Pálu D. Guðnadóttur

Vitnisburður minn um tilvist þína
Haustvísur
Svartur Köttur
Eirðarlestur
Týpa
Lífsbaráttusinni
Prófkvíðakvæði
Bréf til einskis