Sólarlandasæla
Það kom mér spánskt fyrir sjónir
að tíminn liði hægt
nær stæði í stað
í þrúgandi hitanum
og að sólin hefði
nægan tíma
til að brenna
skinn mitt
þar sem ég lá á bekknum
nýkominn norðan
frá Íslandi
með jöklahvítan skrokkinn
í leit að lífsfyllingu

en svo að hitinn
dragi ekki úr mér líftóruna
leitaði ég í skuggann
og lét mig þar dreyma
að ég væri kominn heim
í kulda og trekk.
 
Janus Hafsteinn Engilbertsson
1942 - ...
Ort í Torrevieja á Spáni í 40 stiga hita í ágúst 2008.


Ljóð eftir Janus Hafstein

Á vordögum
Þvílíkur dagur
Haustlauf
Endurkoma
Uppgjör daganna
Eftirmáli
Kvótablús
Skipið
Trú
Gamall vinur
Á sama tíma
Fríða frá
Þagnar ljóð
Eina ástin
á bryggjunni
Nálaraugað
Vetrarsólstöður
Stafalogn
Úreldir
Að lifa
Að fæðast
Þunglyndi
Efinn
Meira en veðurspá
Steinarr í maga úlfsins
Lænur himins
Faðmlag
Að sigla
Jafnvægi
Máttvana
Vorboði
Vinur
Ljóð vegur mig
Kvótablús taka tvö
innistæðulaus orð
Dagatal
Sólarlandasæla
Í kvöld er ég glaður
Undir sænginni
Ísland í dag
Konu eins og þig
Örlög
Raunasaga
Aflaklóin
STAM