Martröð
Og þegar lífsins lugtir aftur
lýstu upp hinn rétta veg,
þá var allur þrotinn kraftur...
þú hélst áfram. Ekki ég.

Stoltur gekkstu gullna veginn,
gæfan bar þinn verndarskjöld.
Eftir hélt mér hinum megin
heldimm nóttin, nístingsköld.

Nú stóð ekki neinn við hlið mér,
nema vofa gærdagsins.
Eymdin blasti ísköld við mér
eins og klökkvans kaldi prins.

Stjarfur reyndi að standa á fætur,
staulast fram á eftir þér.
Blauður eins og barn sem grætur,
beinin skulfu og skröltu í mér.

Upp þú flaugst, til hæstu hæða,
þér himins veittust guðalaun.
Aftur datt ég, en sú mæða,
illa þoldi ég þessa raun.

Hel tók völd í huga mínum,
hatursstraum frá þér ég fann.
Illkvittnin úr augum þínum
eins og skrattinn skein og brann.

Jökulkaldan hæðnishlátur
heyrði óma úr munni þér.
En ég er einskis eftirbátur,
enginn gerir gys að mér!

---

Skyndilega ljós ég merkti
og leit þá undurfögru sýn
að blítt og snoturt kveikti á kerti
kona nokkur - móðir mín.

- Tími er kominn til að vakna,
tjáði hún mér, sem alsæll var,
enda mun ég aldrei sakna
ofangreindrar martraðar.

Á fætur stökk, mér létti ei lítið,
því lífið sjálft fer betri veg.
Þótti líka þvert og skrítið -
þú í öllu betri en ég!

Því kappi við þig þarf ekki að etja,
enda telst þú vesalt frík.
Í alvörunni er ég hetja -
engin ræfilslúðatík.  
Steindór Dan
1987 - ...
sept '08


Ljóð eftir Steindór Dan

Ástarljóð
Andi jólanna
Prófaljóð
Á mótum tveggja ára
Á afmælisdegi föður míns
Gömlu skáldin
Vinaminni
Þegar ellin færist yfir
Vinarmissir
Til dýrðlegrar stúlku
Vitleysingarnir
Tíminn læknar öll sár
Við Ölfusfljót
Skáldið sem hætti að yrkja
Rammgerður miðbæjarróni
Símasölumaðurinn
Íslenskir málshættir og orðtök
Þú kveiktir ást í hjarta mér
Níði snúið á íslenskt veður
Á afmælisdegi móður minnar
Ljúfsár ljóð
Eitt sinn var löglegt að drepa
Kind
Tveggja manna tal
Leikfimitími í Menntaskólanum
Sendiför
Sumarferðir
Lampalimra
Bjartasta ljósið
Á Þjóðarbókhlöðunni
Lestur undir próf í heimspeki
Misheppnað ástarkvæði
Atómljóðin
Þjóðaréttur
Jenni ríki
Þór
Vörðurinn
Ástfangið hjarta
Kveðja til Eskifjarðar
Hjólabrettavillingurinn Ólafur
Sumarlok
Árstíðaskipti
Vetrargrýla
Golfheilræði
Martröð
Evrópuréttur
Sumarstúlkan
Noregur vs. Ísland, sept 2008
Í varðhaldi jarðar
Gullbrúðkaup ömmu og afa
Hvers virði?
Best er að blunda á daginn
níþ nÁ
Bráðum
Besta ljóð í heimi
Heilræði
Ástarsonnetta
Atómljóð
Úti frýs
Til hamingju með daginn!
Parið eftir dansnámskeiðið
Náðargáfan
Minning
Til eru hús -
Menntaskólinn í Reykjavík
Michael Jackson