

Út í kvöldkulið sendi ég þig
með gamlar vísur á bakinu
um tvö hjörtu sem slógu
ekki í takt
farðu vel og komdu ekki aftur
því á morgun verður nýr dagur
ný veröld
ný sól
út í kvöldkulið sendi ég þig
en geymi fyrir þig byrðarnar
enn er pláss í skoti mínu
þó kyrnur margar séu yfirfullar
á eftir þér sendi ég ljós
til að ylja þér við
í hinum flóknu dögum sem aldrei
líta dagsljósið
svo aftur verða dagarnir taldir
og aftur verða dagarnir margir
enn á ég lítið ljós
sem er skærara en önnur
út í náttsvalann sendi ég þig
til að dvelja hjá þínum
ég raula fyrir þig gamlan sálm
um þögnina
og svo ertu farin.
með gamlar vísur á bakinu
um tvö hjörtu sem slógu
ekki í takt
farðu vel og komdu ekki aftur
því á morgun verður nýr dagur
ný veröld
ný sól
út í kvöldkulið sendi ég þig
en geymi fyrir þig byrðarnar
enn er pláss í skoti mínu
þó kyrnur margar séu yfirfullar
á eftir þér sendi ég ljós
til að ylja þér við
í hinum flóknu dögum sem aldrei
líta dagsljósið
svo aftur verða dagarnir taldir
og aftur verða dagarnir margir
enn á ég lítið ljós
sem er skærara en önnur
út í náttsvalann sendi ég þig
til að dvelja hjá þínum
ég raula fyrir þig gamlan sálm
um þögnina
og svo ertu farin.