Ást er uppfinning
Ég hugsa ekki um þig í nótt,
og í fyrsta skipti í langan tíma
mun ég ná að sofa rótt,
við þig ég þarf ei aftur að glíma.

Þú segir að ást sé tilfinning,
sú besta,
Ég segi að ást sé uppfinning,
sú allra versta.

Þú segir að ást sé best,
en þegar ég elska,
þá líður mér alltaf verst,
sérstaklega þig elskan. 
Jóhannes Geir Ólafsson
1992 - ...


Ljóð eftir Jóhannes Geir Ólafsson

Ég elska þig enn!
Haven\\\'t forgotten.
Treat love right.
Sólin svo falleg.
Sandur Fýkur
Fullkomna Sólsetur.
Ást er uppfinning
Borgarleg ferming.