

Öfundsjúkur út í fegurðina hann fór á stjá, fann ekki náttúruna inn í sér hann réðst á hana í kringum sig. Gerði hús í líki hella, bíl í anda bjöllu, lest í formi orms, þyrlu eftir vespu og flugvél í mynd fuglsins. Með eftirlíkingu Guðs fyrir aftan sig hló hann grét og öskraði. Hélt að fötin sköpuðu manninn þegar þau sköpuðu aðeins lygarann.
Á sjöunda degi settist hann niður og gerði sig að maur. Þrátt fyrir að geta orðið eitthvað miklu miklu stærra.
Á sjöunda degi settist hann niður og gerði sig að maur. Þrátt fyrir að geta orðið eitthvað miklu miklu stærra.