Í varðhaldi jarðar
Þau vaka og sofa í varðhaldi jarðar
og vita ekki að sólin er til.
Þau þjást fyrir augliti ógnandi varðar
í andlausum skelfingarhyl.
Ævinnar klukkur halda áfram að tifa
en ólin til dauðans er hert.
Í dýflissu óttans hann lætur þau lifa
lífi sem einskis er vert.
Þar hírast þau, varin af hundruðum lása
og handanna sjá varla skil.
Þau vita ekki að ofan þeim vindarnir blása.
Þau vita ekki að sólin er til.
sept '08