laugardagur
fyrir stuttu var ennþá sumar
grænt gras og hægur vindur
sólskin og blíða
núna er komið haust eða vetur
og dagarnir eru kaldari og næturnar lengri
og tíðarandinn eftir því

ég sest við hljómborðið og spila eitthvað kalt
og vona að mér hlýni á höndunum við það
en mér er áfram jafn kalt meðan mæddar rúðurnar gráta í lágsólinni
á köldum laugardegi þegar snjórinn er ekki kominn en kuldinn bítur



kuldinn brynjar göturnar með svelli
og snjórinn hangir yfir en lætur sig ekki enn falla
á rólegum laugardegi
meðan ég labba heim með blautt hár

ég hlamma mér niður í faðm sófans
og hlakka til þess að borða eitthvað heitt  
Kristján Sigurðarson
1988 - ...


Ljóð eftir Kristján Sigurðarson

mótun hugans á himnum í vökvaformi með rjómasósu
ljóð dagsins
botnlausar tunnur
kalt
jólasería
laugardagur
#1
Í polli minninganna
#3
Höfuðverkjarheljarþröm
Líkar
bitlaus
sumardagur
ég horfi
upp
Nei
ást
rúmið
tunna
meira
hungur
hið lágæruverðuga
svitasól
#5
#6
#7
#8
#9
#14
mig langaði alltaf að verða ljóðskáld
nýtt líf
plastþræll
silfur
snje
stríð
þekking
sameiginlegt
í kvöld
áætlun
Astarta
gos
flipp
ferðin
sjálfsmynd / skáldsmynd