#14
en fallegur heimur
kraminn af hjarta mínu

lestu frekar milli línanna en það sem ég skrifa með bókstöfum
málaðu myndir af þessum fallega, fallega heimi
krömdum

ég orti jörðina
áður en ég ýtti á rangan hnapp og skrifaði yfir hana

pentagramið fellur úr loftinu og mölvar hauskúpuna
sem aldrei var tilbúin fyrir áföll

morgundöggin vökvar brotin
sem liggja eins og hráviði úti um allt

ég held jarðarför fyrir innihaldið
sem liggur splatterað á stofugólfinu

vísa í poppkúltúr eða nietsche?
hvort er meira töff núna?
fokkið ykkur

stingið úr ykkur augun meðan ég leik sellósóló yfir rústum andlitanna
það er öllum sama um ófarirnar
ég vegsama þær

koddafarið eftir ykkur er löngu horfið
lyktin farin
öllum ummerkjum eytt
 
Kristján Sigurðarson
1988 - ...


Ljóð eftir Kristján Sigurðarson

mótun hugans á himnum í vökvaformi með rjómasósu
ljóð dagsins
botnlausar tunnur
kalt
jólasería
laugardagur
#1
Í polli minninganna
#3
Höfuðverkjarheljarþröm
Líkar
bitlaus
sumardagur
ég horfi
upp
Nei
ást
rúmið
tunna
meira
hungur
hið lágæruverðuga
svitasól
#5
#6
#7
#8
#9
#14
mig langaði alltaf að verða ljóðskáld
nýtt líf
plastþræll
silfur
snje
stríð
þekking
sameiginlegt
í kvöld
áætlun
Astarta
gos
flipp
ferðin
sjálfsmynd / skáldsmynd