ferðin
ég er vaknaður
það er leiðinlegt
ég kyssi þig
það er skemmtilegt
ég kúri hjá þér
það er skemmtilegt
ég rís upp
það er leiðinlegt

ég fer á fætur
og er myglaður
fer í hrein föt
og er minna myglaður
bursta tennurnar
og er minna myglaður

ég kyssi þig bless
og rýk út
í kuldann

strætó er seinn.

bílstjórinn sýnir engin svipbrigði
frekar en vanalega
en það þýðir að ég fæ far

útsýnið af Sæbrautinni er ágætt
í haustsólinni
og Harpan er jafn stór og fyrr

á Lækjartorgi fara allir út nema ég
og bílstjórinn
sem heldur áfram að hlusta á Útvarp Sögu
eins og bílstjóra er siður

í útvarpinu glymur rödd sama leiðinlega útvarpsmannsins
en á línunni er nýr tuðari
með sömu leiðindi

bílstjórinn brýtur umferðarreglurnar í hringtorginu
sem fyrr
og keyrir áleiðis að því stærsta

ég fer út
og geng fram hjá túristunum
sem borða morgunmat af áfergju
við hornið á Hótel Sögu er sama ógeðslega lyktin frá ruslagámnum
sem heilsar bíógestum á kvöldin

og nú
eftir nokkur skref í viðbót
er ég kominn í skólann  
Kristján Sigurðarson
1988 - ...
október 2013


Ljóð eftir Kristján Sigurðarson

mótun hugans á himnum í vökvaformi með rjómasósu
ljóð dagsins
botnlausar tunnur
kalt
jólasería
laugardagur
#1
Í polli minninganna
#3
Höfuðverkjarheljarþröm
Líkar
bitlaus
sumardagur
ég horfi
upp
Nei
ást
rúmið
tunna
meira
hungur
hið lágæruverðuga
svitasól
#5
#6
#7
#8
#9
#14
mig langaði alltaf að verða ljóðskáld
nýtt líf
plastþræll
silfur
snje
stríð
þekking
sameiginlegt
í kvöld
áætlun
Astarta
gos
flipp
ferðin
sjálfsmynd / skáldsmynd