Leit
Með lokuð augu ég löngum stari
og leita að hinu eina svari.
Úr luktum munni spurninga spyr.
Með lokuð eyru ég ligg og hlera,
langar að vita hvað ber að gera
við lífið handanvið dauðans dyr.
Er þetta kannski alltsaman blekking?
Ekkert í lífinu nýtanleg þekking?
Á engu gerandi endanleg skil?
Með lokuðum huga ég læsi mig inni
í lífinu sjálfu, skelinni minni
sem hvort eð er hvergi er til....
og leita að hinu eina svari.
Úr luktum munni spurninga spyr.
Með lokuð eyru ég ligg og hlera,
langar að vita hvað ber að gera
við lífið handanvið dauðans dyr.
Er þetta kannski alltsaman blekking?
Ekkert í lífinu nýtanleg þekking?
Á engu gerandi endanleg skil?
Með lokuðum huga ég læsi mig inni
í lífinu sjálfu, skelinni minni
sem hvort eð er hvergi er til....
Gömul spurn án svara. Rúnar Þór Pétursson músíkant notar þessa bögu í einu laga sinna á einhverri plötu.