Af Sviði.
Sit á sviði
sálarfriði
rúinn.
Veð ég villu?
Að valda illu
er knúinn?

Fyrir mig framan
er fyndin sjón,
fáein flón,
sem finnst ei gaman
að vera vakin
af villtum draumi,
glensi, glaumi;
ganga um nakin.

Svífa um salinn
í sofandans vímu,
með gleðinnar grímu
gráturinn falinn.

Reika, ráfa,
rjátla, káfa,
detta.
Bjóða böli
er beisku öli
skvetta
alls án aga
oní maga.
Fyllast.
Tryllast.

Hér sit ég á sviði
og segi við alla,
konur og karla;
kveljist í friði.

Að fjöldinn fagnar
finnst mér agnar
skrýtið.
Klappa, klappa,
kalla, stappa,
lítið
gefa gaum
að gefnum straum
í ljóði.
Láta í ljós
logið hrós
í hljóði.

Sit á sviði
í sálarfriði
lúinn.
Veð ég villu?
Vel af illu
snúinn...!
 
Þorsteinn Magnússon (Stanya)
1955 - ...


Ljóð eftir Þorstein

Bæn
Synd
Heilræði
Ljóð
Leit
Svarið...
Fuglinn.
Á háaloftinu.
Langisandur.
Ég er alkohólisti.
Bros á vörum.
Orsökin.
Af Sviði.
Lífsleiði.
Rósin.
Bölþula.
Þú sem áttir.
Kona.
Barn í götu.
Gleðistund.
Kramin þjóð.
Lund.
Belja.
Skilaboð
´Nótt
Ást
Speki
Fegurð
Til þín
Völin
Auraráð
Eftirgjöf
Hugleiðing
Jól
Gangan
Mannsins þörf
Sjálfsmorð
Andleysi
Kveðja
Númi
Að lokum
Handanvið
Krítík
Hitamælir
Við skúringar
Pæling
Níð
Fossa flúðir
Hver
Áin
Fjallið
Vofa
Í spreki
Gróði
Oft
Fundur
Púki
Spil
Fang
Fugl
Himnahjal
Lukka