Leit
Með lokuð augu ég löngum stari
og leita að hinu eina svari.
Úr luktum munni spurninga spyr.

Með lokuð eyru ég ligg og hlera,
langar að vita hvað ber að gera
við lífið handanvið dauðans dyr.

Er þetta kannski alltsaman blekking?
Ekkert í lífinu nýtanleg þekking?
Á engu gerandi endanleg skil?

Með lokuðum huga ég læsi mig inni
í lífinu sjálfu, skelinni minni
sem hvort eð er hvergi er til....  
Þorsteinn Magnússon (Stanya)
1955 - ...
Gömul spurn án svara. Rúnar Þór Pétursson músíkant notar þessa bögu í einu laga sinna á einhverri plötu.


Ljóð eftir Þorstein

Bæn
Synd
Heilræði
Ljóð
Leit
Svarið...
Fuglinn.
Á háaloftinu.
Langisandur.
Ég er alkohólisti.
Bros á vörum.
Orsökin.
Af Sviði.
Lífsleiði.
Rósin.
Bölþula.
Þú sem áttir.
Kona.
Barn í götu.
Gleðistund.
Kramin þjóð.
Lund.
Belja.
Skilaboð
´Nótt
Ást
Speki
Fegurð
Til þín
Völin
Auraráð
Eftirgjöf
Hugleiðing
Jól
Gangan
Mannsins þörf
Sjálfsmorð
Andleysi
Kveðja
Númi
Að lokum
Handanvið
Krítík
Hitamælir
Við skúringar
Pæling
Níð
Fossa flúðir
Hver
Áin
Fjallið
Vofa
Í spreki
Gróði
Oft
Fundur
Púki
Spil
Fang
Fugl
Himnahjal
Lukka