Ég er alkohólisti.
Ég sætti mig við sjúkdóminn,
sjálfur Guð er læknirinn;
nú veit ég hvað er rétt og rangt,
reglum þarf að fylgja strangt:
Ég er alkohólisti ævilangt...

Viðurkenni vanmáttinn,
læt vilja Guðs um afganginn.
Set markið ofar eigin hag;
algáð sé mitt hjartalag:
Ég er alkohólisti í allan dag...

Lifi í dag og dey í kvöld,
Drottni fel ég öll mín völd
og líf mitt er ei lengur hik,
laust við blekking, fals og svik:
Ég er alkohólisti hvert augnablik...

Í æðruleysi auðmýktar,
með opið jákvætt hugarfar.
Gleyma aldrei stund og stað;
stefna hreinu lífi að:
Ég er alkohólisti og þakka það...  
Þorsteinn Magnússon (Stanya)
1955 - ...
Tileinkað þeim sem hafa þennan sjúkdóm að bera, og fylgja sporakerfi AA.


Ljóð eftir Þorstein

Bæn
Synd
Heilræði
Ljóð
Leit
Svarið...
Fuglinn.
Á háaloftinu.
Langisandur.
Ég er alkohólisti.
Bros á vörum.
Orsökin.
Af Sviði.
Lífsleiði.
Rósin.
Bölþula.
Þú sem áttir.
Kona.
Barn í götu.
Gleðistund.
Kramin þjóð.
Lund.
Belja.
Skilaboð
´Nótt
Ást
Speki
Fegurð
Til þín
Völin
Auraráð
Eftirgjöf
Hugleiðing
Jól
Gangan
Mannsins þörf
Sjálfsmorð
Andleysi
Kveðja
Númi
Að lokum
Handanvið
Krítík
Hitamælir
Við skúringar
Pæling
Níð
Fossa flúðir
Hver
Áin
Fjallið
Vofa
Í spreki
Gróði
Oft
Fundur
Púki
Spil
Fang
Fugl
Himnahjal
Lukka