Pæling
Dagur er liðinn
kvöldið er komið
af kvíða er ég sleginn
að vakna á morgun vitlausu megin

held ég sé búinn
held ég sé dauður
og´nú er hugarins glíma
að vakna á morgun á vitlausum tíma

er einfaldar staðreyndir
lífsins byggja á
banni og boðun
og vakna á morgun með vitlausa skoðun

svo oft er að hyggja
að glaumi og gleði
er gerist í húmi
og vakna á morgun í vtlausu rúmi

því maktin er dul
í myrkrinu falin
er margt er á sveimi
og vakna á morgun í vitlausum heimi

og dolfallinn yfir
dapurleikans
dagræna kífi,
vakna á morgun í vitlausu lífi

þarsem allt vill þokast
í áttina niður
með iðunnar straumi
og vakna á morgun í vitlausum draumi

sem endalaus pæling
um endurholdgun
í alheimskoppi
og vakna á morgun í vitlausum kroppi

sem læðist aftan að
lesanda mínum
í ljóðinu blekkir
að vakna á morgun vonlausir hlekkir

 
Þorsteinn Magnússon (Stanya)
1955 - ...


Ljóð eftir Þorstein

Bæn
Synd
Heilræði
Ljóð
Leit
Svarið...
Fuglinn.
Á háaloftinu.
Langisandur.
Ég er alkohólisti.
Bros á vörum.
Orsökin.
Af Sviði.
Lífsleiði.
Rósin.
Bölþula.
Þú sem áttir.
Kona.
Barn í götu.
Gleðistund.
Kramin þjóð.
Lund.
Belja.
Skilaboð
´Nótt
Ást
Speki
Fegurð
Til þín
Völin
Auraráð
Eftirgjöf
Hugleiðing
Jól
Gangan
Mannsins þörf
Sjálfsmorð
Andleysi
Kveðja
Númi
Að lokum
Handanvið
Krítík
Hitamælir
Við skúringar
Pæling
Níð
Fossa flúðir
Hver
Áin
Fjallið
Vofa
Í spreki
Gróði
Oft
Fundur
Púki
Spil
Fang
Fugl
Himnahjal
Lukka