

öldruð kona í vatteraðri síðkápu
fikrar sig niður þrep
strætisvagns
númer
18
með smellandi mannbrodda
og loðhúfu bundna
undir kverk
á frostköldum morgni
staulast hún fet fyrir fet
yfir hálkubunka
haustsins
í átt að kirkjugarðshliðinu
með staf í annarri hendi
og staka rauða rós
í hinni
fikrar sig niður þrep
strætisvagns
númer
18
með smellandi mannbrodda
og loðhúfu bundna
undir kverk
á frostköldum morgni
staulast hún fet fyrir fet
yfir hálkubunka
haustsins
í átt að kirkjugarðshliðinu
með staf í annarri hendi
og staka rauða rós
í hinni
haust 2008
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi