Af Sviði.
Sit á sviði
sálarfriði
rúinn.
Veð ég villu?
Að valda illu
er knúinn?
Fyrir mig framan
er fyndin sjón,
fáein flón,
sem finnst ei gaman
að vera vakin
af villtum draumi,
glensi, glaumi;
ganga um nakin.
Svífa um salinn
í sofandans vímu,
með gleðinnar grímu
gráturinn falinn.
Reika, ráfa,
rjátla, káfa,
detta.
Bjóða böli
er beisku öli
skvetta
alls án aga
oní maga.
Fyllast.
Tryllast.
Hér sit ég á sviði
og segi við alla,
konur og karla;
kveljist í friði.
Að fjöldinn fagnar
finnst mér agnar
skrýtið.
Klappa, klappa,
kalla, stappa,
lítið
gefa gaum
að gefnum straum
í ljóði.
Láta í ljós
logið hrós
í hljóði.
Sit á sviði
í sálarfriði
lúinn.
Veð ég villu?
Vel af illu
snúinn...!
sálarfriði
rúinn.
Veð ég villu?
Að valda illu
er knúinn?
Fyrir mig framan
er fyndin sjón,
fáein flón,
sem finnst ei gaman
að vera vakin
af villtum draumi,
glensi, glaumi;
ganga um nakin.
Svífa um salinn
í sofandans vímu,
með gleðinnar grímu
gráturinn falinn.
Reika, ráfa,
rjátla, káfa,
detta.
Bjóða böli
er beisku öli
skvetta
alls án aga
oní maga.
Fyllast.
Tryllast.
Hér sit ég á sviði
og segi við alla,
konur og karla;
kveljist í friði.
Að fjöldinn fagnar
finnst mér agnar
skrýtið.
Klappa, klappa,
kalla, stappa,
lítið
gefa gaum
að gefnum straum
í ljóði.
Láta í ljós
logið hrós
í hljóði.
Sit á sviði
í sálarfriði
lúinn.
Veð ég villu?
Vel af illu
snúinn...!