

Bráðum tekur bjartan dag að lengja
og blossar gjarnan hin og þessi þrá
upp í hjörtum ungra telpna og drengja
og alls kyns kenndir fara brátt á stjá.
Bráðum tekur snjóinn líka að leysa
svo loksins fer að sjást í græna jörð.
Já, brátt mun sólin sumar endurreisa
og sætum geislum varpa um dal og fjörð.
Nú ljómar bráðum sól á sumarkvöldum
og söngvar vorsins efla allan þrótt.
Nú myndast bráðum vor úr vetri köldum
og varpar hlýjum yl á bjarta nótt.
og blossar gjarnan hin og þessi þrá
upp í hjörtum ungra telpna og drengja
og alls kyns kenndir fara brátt á stjá.
Bráðum tekur snjóinn líka að leysa
svo loksins fer að sjást í græna jörð.
Já, brátt mun sólin sumar endurreisa
og sætum geislum varpa um dal og fjörð.
Nú ljómar bráðum sól á sumarkvöldum
og söngvar vorsins efla allan þrótt.
Nú myndast bráðum vor úr vetri köldum
og varpar hlýjum yl á bjarta nótt.
mars '08