Ástarsonnetta
Heimsins eru auðæfi og glyngur
einskis virði ef þín ég fæ ei notið.
Dýrmætastan fjársjóð hef ég hlotið;
hjartað þitt með mínu dúett syngur.
Ég þrái að kyssa þínar rjóðu kinnar.
Þú ert fegurst rósa í hverju beði.
Vor hjörtu syngja af sannri list og gleði
saman lítinn óð til ástarinnar.
Mér skal lýsa ljósið þinna kerta
og leiða mig að þínum blíðu öldum
sem yndisleika endalausum skarta.
Og hörpu þinnar strengi vil ég snerta.
Stíga með þér dans á sumarkvöldum.
Elska þig um eilífðina bjarta.
einskis virði ef þín ég fæ ei notið.
Dýrmætastan fjársjóð hef ég hlotið;
hjartað þitt með mínu dúett syngur.
Ég þrái að kyssa þínar rjóðu kinnar.
Þú ert fegurst rósa í hverju beði.
Vor hjörtu syngja af sannri list og gleði
saman lítinn óð til ástarinnar.
Mér skal lýsa ljósið þinna kerta
og leiða mig að þínum blíðu öldum
sem yndisleika endalausum skarta.
Og hörpu þinnar strengi vil ég snerta.
Stíga með þér dans á sumarkvöldum.
Elska þig um eilífðina bjarta.
nóv. '08