Blóm
Það er farið að skyggja
og ég strýk erninum sem sefur aftan á öxlinni þinni
færi þitt ljósa hár frá
og kyssi fuglinn
kveðjukossi
í gær var blómasöludagur
og menn á leið til greftrunar
eða til brúðkaups
gengu blómum hlaðnir
en vegir víxluðust
það er farið að skyggja
og ég yfirgef þessa brúðkaupsveislu
og held til greftrunar.
og ég strýk erninum sem sefur aftan á öxlinni þinni
færi þitt ljósa hár frá
og kyssi fuglinn
kveðjukossi
í gær var blómasöludagur
og menn á leið til greftrunar
eða til brúðkaups
gengu blómum hlaðnir
en vegir víxluðust
það er farið að skyggja
og ég yfirgef þessa brúðkaupsveislu
og held til greftrunar.