Sunnudagsmorgunn
Í haustköldum vindinum
heyri ég óljósan klökkva.
Hálftómir bílar
um götuna endalaust keyra.
Sunnudagsmorgunn
og sólin er horfin í dökkva.

Suðurlandsvegurinn
ataður storknuðum dreyra.
 
Sigrún Haraldsdóttir
1953 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu Haraldsdóttur

Listsköpun
Bandingi
Kallið
Orð
Tvíátta
Skúffurnar
Hugarburður
Sumarnótt
Sunnudagsmorgunn
Dauf eru skilin