Listsköpun
Ég reyndi
að móta
mynd þína
í leir
og á léreft

En mistókst

Svo ég krossfesti þig
fyrir ofan rúmið mitt

Og þar hangirðu
drjúpir höfði í þögn

Á kvöldin
sit ég í rökkrinu
og dái fegurð þína
 
Sigrún Haraldsdóttir
1953 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu Haraldsdóttur

Listsköpun
Bandingi
Kallið
Orð
Tvíátta
Skúffurnar
Hugarburður
Sumarnótt
Sunnudagsmorgunn
Dauf eru skilin