Dauf eru skilin
yfir sér golan lítið lætur
lág eru ský og grá
hljóðlega austurglugginn grætur
glætan sín lítils má
dauf eru skilin dags og nætur
drungalegt um að sjá
 
Sigrún Haraldsdóttir
1953 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu Haraldsdóttur

Listsköpun
Bandingi
Kallið
Orð
Tvíátta
Skúffurnar
Hugarburður
Sumarnótt
Sunnudagsmorgunn
Dauf eru skilin