Skúffurnar
Ég dreg út skúffurnar og róta hratt í leit að einhverju til að gefa þér. Vona að ég finni eitthvað sem stoppar þig. Finn ekkert, allt verðmæti hefurðu þegar fengið. Þú lýkur við að klæðast, brosir til spegilsins en lítur ekki á tómar hendurnar sem ég rétti fram. Strax og þú opnar dyrnar stekkur golan til og hrærir glaðlega í hári þínu og ákveður að fylgja þér á leið.

 
Sigrún Haraldsdóttir
1953 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu Haraldsdóttur

Listsköpun
Bandingi
Kallið
Orð
Tvíátta
Skúffurnar
Hugarburður
Sumarnótt
Sunnudagsmorgunn
Dauf eru skilin