Atómljóð
Ég veit um litla eind, sem er
einmana hjá lífsins báli, -
um litla eind, sem enginn sér,
og engum þykir skipta máli.
Henni\' er dásemd lífsins leynd,
hún langmest þráir ró og næði.
Fáa vini á sú eind -
oft hún harmar þessi gæði.
Sjaldan verður henni hlýtt
er hírast þarf hjá köldum steindum.
Svo er henni stundum strítt
af stórum sam- og rafljós-eindum.
„Þú ert ekkert - núll og nix -
þú nifteind hefur varla\' í kjarna!
Þú kannt engin töfra-trix -
til hvers ertu að hanga þarna?
Þú ert bara flækingsfrum
sem finnst á strangli - því er miður!
Hvort mér verður ó og um,
ég óska þess, þú hrapir niður!
Ég er stór og stæðileg,
stolt ég minni á himinengla.
Þú ert annað allt en ég,
þú einskis nýta skítarengla!“
Um vanga okkar eindar tár
óðum streyma. Frá skal segja:
Hún mun lifa um aldir, ár,
þótt óski hún þess fremst að deyja.
einmana hjá lífsins báli, -
um litla eind, sem enginn sér,
og engum þykir skipta máli.
Henni\' er dásemd lífsins leynd,
hún langmest þráir ró og næði.
Fáa vini á sú eind -
oft hún harmar þessi gæði.
Sjaldan verður henni hlýtt
er hírast þarf hjá köldum steindum.
Svo er henni stundum strítt
af stórum sam- og rafljós-eindum.
„Þú ert ekkert - núll og nix -
þú nifteind hefur varla\' í kjarna!
Þú kannt engin töfra-trix -
til hvers ertu að hanga þarna?
Þú ert bara flækingsfrum
sem finnst á strangli - því er miður!
Hvort mér verður ó og um,
ég óska þess, þú hrapir niður!
Ég er stór og stæðileg,
stolt ég minni á himinengla.
Þú ert annað allt en ég,
þú einskis nýta skítarengla!“
Um vanga okkar eindar tár
óðum streyma. Frá skal segja:
Hún mun lifa um aldir, ár,
þótt óski hún þess fremst að deyja.
des '08