Sagnlaus
Í svartnættinu
eru svörin
við spurningunum sem ég
fæ ekki af mér
að spyrja
horfandi þó inn í
hugann þinn
blómstrandi
hvítum blómum
sem tekin voru með töngum
og löngun mín í kransinn
er sterkari en nokkru sinni fyrr
á hnjánum vina mín
styn ég ekki upp
nokkru orði
sé ekki svartnættið
sé ekki dagrenninguna
sé aðeins
stóra hjartað slá
í tilgangsleysi orða
sem mynduð voru
endur fyrir löngu
og líkingamál
á hér ekki við
ekki fremur en þá
er hafið blítt og létt
sópaði burt
öllum söknuði
og eftir stóðu
orðin sagnlaus
gagnslaus
allslaus
eru svörin
við spurningunum sem ég
fæ ekki af mér
að spyrja
horfandi þó inn í
hugann þinn
blómstrandi
hvítum blómum
sem tekin voru með töngum
og löngun mín í kransinn
er sterkari en nokkru sinni fyrr
á hnjánum vina mín
styn ég ekki upp
nokkru orði
sé ekki svartnættið
sé ekki dagrenninguna
sé aðeins
stóra hjartað slá
í tilgangsleysi orða
sem mynduð voru
endur fyrir löngu
og líkingamál
á hér ekki við
ekki fremur en þá
er hafið blítt og létt
sópaði burt
öllum söknuði
og eftir stóðu
orðin sagnlaus
gagnslaus
allslaus