Andvaka bið
Ef þú lítur inn í þann vetrarbæ
er tekur að dimma til nætur
einn staður þar er sem enn logar ljós
ung stúlka þar situr og grætur

Reynir að sofna en getur það ei
svo sárt hana söknuðinn svíður
ótrúlegt satt ef einhvers þú saknar
hve lengi þá tíminn hann líður

Hún veit að það styttist í hennar laun
fyrir næturnar sem hún mun vaka
því hún veit að þá loksins hún sofnar
þann dag er hann kemur til baka  
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr