Búr
Út um rimla ég horfi á heiminn
sem heillandi í kring um mig snýst
en ég veit hann er hverfull og gleymin
hann gleymt hefur mér fyrir víst

Því eitt sinn ég frjáls var og fagur
og honum söng mitt fegursta lag
en nú er ég raddlaus og magur
á Hans miskunn kominn hvern einasta dag

Hann stöðugt um fjaðrirnar strýkur
og tekur það sem eitt sinn ég gaf
burt þá mín lífsvitund fýkur
á meðan Hann líkur sér af

Eitt sinn ég reyndi að flýja
og fljúga veröld Hans frá
nú vængi tvo vantar mig nýja
mína hæglega klippti Hann á

Hann vill ekki heyra mig gráta
Hann vill bara horfa mig á
og aðrir fuglar láta
sem þeir ekki heyri né sjá  
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr