Missir
Þó nokkuð langt fyrir ofan mig
Er einhverskonar griðarstaður
Heimili hefur hver fyrir sig
Þar býr nú minn ástkæri maður

Fyrir veikindum loksins fengið frið
Og mér birtist í fallegri sýn
Ég hvísla til hans af gömlum sið
Ég elska þig ástin mín

Við saman áttum mörg góð ár
Hann einn fékk mín fallegu heit
Þótt hann sé farin ég verð ekki sár
Því sama hvað alltaf ég veit

Í hjarta mér alltaf hann hvílir
Aldrei trú mín á ástinni lækkar
Ég veit að hann ávalt mér skýlir
Því inni í mér barn okkar stækkar

Fyrir svefninn honum bæn mína bið
En um senn ég nætur mun vaka
Svo sárt að þrátt fyrir innri frið
Ég aldrei mun fá hann tilbaka
 
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr