Tvíburinn minn.
Einn gekk ég um gamla bæinn þinn
og götur voru kaldar og auðar
heiðin í felum og eyrin hálffeimin
fölnaðar eru rósirnar rauðar.
Nú geng ég óðum á forðann
og ég elska stúlkuna að norðan
En sólin bakvið skýin brosti og hló
og settist ekki baun þann daginn
ég skildi ekki þá og skil ekki enn
skuggann sem læddist yfir bæinn.
Ég hitti þig aftur er heimur verður nýr
og himnesk þau verða eilífu vorin
Heiðin og eyrin aftur verða hlý
og aftur munu heilsa gömlu sporin
en nú geng ég óðum á forðann
og ég elska enn stúlkuna að norðan
En sólin bakvið skýin brosti og hló
og settist ekki baun þann daginn
ég skildi ekki þá og skil ekki enn
skuggann sem læddist yfir bæinn.
og götur voru kaldar og auðar
heiðin í felum og eyrin hálffeimin
fölnaðar eru rósirnar rauðar.
Nú geng ég óðum á forðann
og ég elska stúlkuna að norðan
En sólin bakvið skýin brosti og hló
og settist ekki baun þann daginn
ég skildi ekki þá og skil ekki enn
skuggann sem læddist yfir bæinn.
Ég hitti þig aftur er heimur verður nýr
og himnesk þau verða eilífu vorin
Heiðin og eyrin aftur verða hlý
og aftur munu heilsa gömlu sporin
en nú geng ég óðum á forðann
og ég elska enn stúlkuna að norðan
En sólin bakvið skýin brosti og hló
og settist ekki baun þann daginn
ég skildi ekki þá og skil ekki enn
skuggann sem læddist yfir bæinn.