Dimmar stundir
Færðu andlitið af öxlinni minni
og brátt verð ég löngu farinn
því hljóð næturinnar
er það eina sem við greinum
fyrir utan andardrátt löngu horfinna
ástmenna sem við getum ekki afneitað
þó tunglið sé fullt
og rakkar næturinnar þekkja ekki muninn
á röngu og vitlausu
ég þarfnast þín meira nú en seinna
en brátt verð ég þó löngu farinn
og þessar dimmu stundir í lifi okkar
og þessi sannleikur sem mun fylla nóttina
mun gera lífið óbærilegt
tunglskinið leikur við berar axlir okkar
og augu mín vökva hárið þitt
dimmt og hrokkið
færðu andlitið af öxlinni minni
því ég vil ekki vekja upp
ástina með fyrstu geislum sólarinnar
því verð ég brátt löngu farinn
á vit þessara hljóða sem fylla nóttina
og síðan mun ég einnig hljóða í nóttinni.
og brátt verð ég löngu farinn
því hljóð næturinnar
er það eina sem við greinum
fyrir utan andardrátt löngu horfinna
ástmenna sem við getum ekki afneitað
þó tunglið sé fullt
og rakkar næturinnar þekkja ekki muninn
á röngu og vitlausu
ég þarfnast þín meira nú en seinna
en brátt verð ég þó löngu farinn
og þessar dimmu stundir í lifi okkar
og þessi sannleikur sem mun fylla nóttina
mun gera lífið óbærilegt
tunglskinið leikur við berar axlir okkar
og augu mín vökva hárið þitt
dimmt og hrokkið
færðu andlitið af öxlinni minni
því ég vil ekki vekja upp
ástina með fyrstu geislum sólarinnar
því verð ég brátt löngu farinn
á vit þessara hljóða sem fylla nóttina
og síðan mun ég einnig hljóða í nóttinni.