Lambakjöt á diskinn minn
Lambakjöt á diskinn minn
lambakjöt á diskinn þinn
og líka framann á heimilisbílinn
ég var að aka
þú veist til baka,
þegar allt í einu klessist á bílinn eins og kaka
rolludrusla veginum á
hafði ekki vit til að hlaupa frá.
Ég varð að beygja,
bílnum frá að sveigja,
ég vildi ekki að rollugreyið
myndi deyja.
hún gæti alið af sér lömb
sem gætu kýlt út heila vömb
svo bílnum á veginum velti
svo landinn ekki svelti.
já bóndadurgur djöfull
nennir ekki að girða
um rollur sínar að hirða,
nei fjandanum
var nær,
eftir veltuna
konan mín dó í gær
já dýrt er lambaketið,
þegar það er etið,
já dýr er bitinn góði
velt uppúr mannablóði  
Abbibabb
1977 - ...


Ljóð eftir Abbibabb

dagbók
Ég vildi vera fugl
Sambúð með tímanum
Rifrildi
Stundum erum við svona
sorg 3
súpan mín er köld
óður til ljóðs
sorg 4
sorg 5
brotakvöl
veruleikrit
Húsaskjól fávitans
Lambakjöt á diskinn minn
Afbrýðisemi
VInnustaður
Gamlar syndir
Djamm útúrdúr
Brúðarlín
Brennandi hjörtu
ljóð án innblásturs
Bergmál skugganna
frá degi til dags
DÍS
fjaðrahamur
Neyddur til að þegja
ég elska að míga