Missir
Þó nokkuð langt fyrir ofan mig
Er einhverskonar griðarstaður
Heimili hefur hver fyrir sig
Þar býr nú minn ástkæri maður
Fyrir veikindum loksins fengið frið
Og mér birtist í fallegri sýn
Ég hvísla til hans af gömlum sið
Ég elska þig ástin mín
Við saman áttum mörg góð ár
Hann einn fékk mín fallegu heit
Þótt hann sé farin ég verð ekki sár
Því sama hvað alltaf ég veit
Í hjarta mér alltaf hann hvílir
Aldrei trú mín á ástinni lækkar
Ég veit að hann ávalt mér skýlir
Því inni í mér barn okkar stækkar
Fyrir svefninn honum bæn mína bið
En um senn ég nætur mun vaka
Svo sárt að þrátt fyrir innri frið
Ég aldrei mun fá hann tilbaka
Er einhverskonar griðarstaður
Heimili hefur hver fyrir sig
Þar býr nú minn ástkæri maður
Fyrir veikindum loksins fengið frið
Og mér birtist í fallegri sýn
Ég hvísla til hans af gömlum sið
Ég elska þig ástin mín
Við saman áttum mörg góð ár
Hann einn fékk mín fallegu heit
Þótt hann sé farin ég verð ekki sár
Því sama hvað alltaf ég veit
Í hjarta mér alltaf hann hvílir
Aldrei trú mín á ástinni lækkar
Ég veit að hann ávalt mér skýlir
Því inni í mér barn okkar stækkar
Fyrir svefninn honum bæn mína bið
En um senn ég nætur mun vaka
Svo sárt að þrátt fyrir innri frið
Ég aldrei mun fá hann tilbaka