Regn
Í miðju steypiregninu
grúfi ég mig í asfaltið
snerti með vörum mínum
fjarlægðina til þín
legg kinn að köldum veruleikanum
og hlusta eftir
klukkum dagsbrúnar
regnið fellur
og tónlistin í eyrum mínum
klukknahljómurinn
í sál minni
slær í forundran
fuglar gærdagsins
kalla
og ef þú sérð mig
ekki snerta mig
ekki segja orð
því ég er staddur
í hinum sæta ilmi
nýslegins grass
í dal óskanna
í landi fljótanna miklu
skrepptu frekar
í skjól og syngdu
fagnaðarsönginn
og ég skal nema hann
síðar er klukkur klingja
ekki meir
í miðju steypiregninu
grúfi ég mig í asfaltið
en ég er
hlátur skólabarna
síðasta sólskinið
ekki
segja
orð
grúfi ég mig í asfaltið
snerti með vörum mínum
fjarlægðina til þín
legg kinn að köldum veruleikanum
og hlusta eftir
klukkum dagsbrúnar
regnið fellur
og tónlistin í eyrum mínum
klukknahljómurinn
í sál minni
slær í forundran
fuglar gærdagsins
kalla
og ef þú sérð mig
ekki snerta mig
ekki segja orð
því ég er staddur
í hinum sæta ilmi
nýslegins grass
í dal óskanna
í landi fljótanna miklu
skrepptu frekar
í skjól og syngdu
fagnaðarsönginn
og ég skal nema hann
síðar er klukkur klingja
ekki meir
í miðju steypiregninu
grúfi ég mig í asfaltið
en ég er
hlátur skólabarna
síðasta sólskinið
ekki
segja
orð