

Dagur er liðinn
kvöldið er komið
af kvíða er ég sleginn
að vakna á morgun vitlausu megin
held ég sé búinn
held ég sé dauður
og´nú er hugarins glíma
að vakna á morgun á vitlausum tíma
er einfaldar staðreyndir
lífsins byggja á
banni og boðun
og vakna á morgun með vitlausa skoðun
svo oft er að hyggja
að glaumi og gleði
er gerist í húmi
og vakna á morgun í vtlausu rúmi
því maktin er dul
í myrkrinu falin
er margt er á sveimi
og vakna á morgun í vitlausum heimi
og dolfallinn yfir
dapurleikans
dagræna kífi,
vakna á morgun í vitlausu lífi
þarsem allt vill þokast
í áttina niður
með iðunnar straumi
og vakna á morgun í vitlausum draumi
sem endalaus pæling
um endurholdgun
í alheimskoppi
og vakna á morgun í vitlausum kroppi
sem læðist aftan að
lesanda mínum
í ljóðinu blekkir
að vakna á morgun vonlausir hlekkir
kvöldið er komið
af kvíða er ég sleginn
að vakna á morgun vitlausu megin
held ég sé búinn
held ég sé dauður
og´nú er hugarins glíma
að vakna á morgun á vitlausum tíma
er einfaldar staðreyndir
lífsins byggja á
banni og boðun
og vakna á morgun með vitlausa skoðun
svo oft er að hyggja
að glaumi og gleði
er gerist í húmi
og vakna á morgun í vtlausu rúmi
því maktin er dul
í myrkrinu falin
er margt er á sveimi
og vakna á morgun í vitlausum heimi
og dolfallinn yfir
dapurleikans
dagræna kífi,
vakna á morgun í vitlausu lífi
þarsem allt vill þokast
í áttina niður
með iðunnar straumi
og vakna á morgun í vitlausum draumi
sem endalaus pæling
um endurholdgun
í alheimskoppi
og vakna á morgun í vitlausum kroppi
sem læðist aftan að
lesanda mínum
í ljóðinu blekkir
að vakna á morgun vonlausir hlekkir