Við syngjum ljóð á sumardegi glöðum
Við syngjum ljóð á sumardegi glöðum,
við syngjum ljóð er harmur þjakar lund.
já ljóðið hljómar ljúft á öllum stöðum,
það leysir vanda og græðir hverja stund.
Við þurfum ekki að leita sólarlanda,
í lágu hreysi er vistin okkur góð.
Í félagsskap má auðga sérhvern anda,
iðka söng og túlka fögur ljóð.
við syngjum ljóð er harmur þjakar lund.
já ljóðið hljómar ljúft á öllum stöðum,
það leysir vanda og græðir hverja stund.
Við þurfum ekki að leita sólarlanda,
í lágu hreysi er vistin okkur góð.
Í félagsskap má auðga sérhvern anda,
iðka söng og túlka fögur ljóð.