Gærdagur
Undarlegt með alla gærdagana
þeir komu og fóru
og ringulreiðin sem ég hélt
að væri í bígerð
lét ekki sjá sig
allavega tók þursinn ekki eftir þeim
og enn eru gærdagar að fæðast
á morgun verður dagurinn í dag gamall
ekki skal ég gráta hann
ekki skal ég syrgja hann
ekki skal ég sakna hans
Jesús snæddi með tollheimtumönnum
Jesús reddaði mellu frá aftöku
Jesús sagði dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir
því hlýt ég að geta fyrirgefið
öllum mínum gengnu gærdögum.
þeir komu og fóru
og ringulreiðin sem ég hélt
að væri í bígerð
lét ekki sjá sig
allavega tók þursinn ekki eftir þeim
og enn eru gærdagar að fæðast
á morgun verður dagurinn í dag gamall
ekki skal ég gráta hann
ekki skal ég syrgja hann
ekki skal ég sakna hans
Jesús snæddi með tollheimtumönnum
Jesús reddaði mellu frá aftöku
Jesús sagði dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir
því hlýt ég að geta fyrirgefið
öllum mínum gengnu gærdögum.