

Með nóttina í hárinu þínu
og myrkrið á tungunni þinni
svæfir þú sálirnar
svæfir þú nývaknaða þrána
með hrímskurn á auganu þínu
frystir þú þögnina
og allar setningar
sem áttu að brjóta sér leið
gegnum skuggann
sem lá við hlið okkar
og þú grefur gærdagana
í rykinu
sem mánaskinið leikur við
morgundagurinn spólar
upp hæðina
það verður ekki mokað í náinni framtíð.
og myrkrið á tungunni þinni
svæfir þú sálirnar
svæfir þú nývaknaða þrána
með hrímskurn á auganu þínu
frystir þú þögnina
og allar setningar
sem áttu að brjóta sér leið
gegnum skuggann
sem lá við hlið okkar
og þú grefur gærdagana
í rykinu
sem mánaskinið leikur við
morgundagurinn spólar
upp hæðina
það verður ekki mokað í náinni framtíð.