Til eru hús -
Til eru hús, sem hlutu þennan dóm:
að hafna á köldu landi og standa tóm.
Eins eru menn, sem munu fá að þjást
því máttarstólpi samfélagsins brást.
Og valdhafar, sem vitið hafa misst,
og verðtryggð lán, sem enginn getur fryst.
Og hlutabréf, sem ekkert fyrir fæst
og framavon, sem aldrei getur ræst.
Til eru lönd, sem liggja í heimsins flór
og lítil þjóð, sem aldrei verður stór.
að hafna á köldu landi og standa tóm.
Eins eru menn, sem munu fá að þjást
því máttarstólpi samfélagsins brást.
Og valdhafar, sem vitið hafa misst,
og verðtryggð lán, sem enginn getur fryst.
Og hlutabréf, sem ekkert fyrir fæst
og framavon, sem aldrei getur ræst.
Til eru lönd, sem liggja í heimsins flór
og lítil þjóð, sem aldrei verður stór.
mars '09