Sylvia í kjallaranum
Og hún liggur þar brotin, sú einmana mey
sinn síðasta andardrátt dregur
þau léku hana illa, það litla grey
ljótur sá lífsins vegur
Hún stungin, barin og svelt þar var
mannorðið rekið í skítinn
brennimerkt hörund og marglita mar
hylja nú líkama lítinn
Sú litla stúlka grætur í nótt
hvert tár hennar óttast það ranga
hún vonar að loksins sofni hún rótt
þar til tár hætta að renna um vanga
sinn síðasta andardrátt dregur
þau léku hana illa, það litla grey
ljótur sá lífsins vegur
Hún stungin, barin og svelt þar var
mannorðið rekið í skítinn
brennimerkt hörund og marglita mar
hylja nú líkama lítinn
Sú litla stúlka grætur í nótt
hvert tár hennar óttast það ranga
hún vonar að loksins sofni hún rótt
þar til tár hætta að renna um vanga