Silungsveiði
Til silungsveiða konur kunna lítið
og kraftinn missa tálbeiturnar þar.
Því urriðarnir en hvað það er skrítið,
þeir eru hyggnir þessir smáfiskar.
Það stoðar ei þótt vel þær köstin vandi,
í vatnsfall þar sem flúðin beljar ströng.
En geta dregið þorsk á þurru landi
og þurfa hvorki færi eða stöng.  
Aðalsteinn Ólafsson
1917 - 1998


Ljóð eftir Aðalstein Ólafsson

Öskjugos
Sextugur
Glugginn
Geislar skína skærir,
Í leit að lífsins gæðum
Holdið er veikt
Þráhyggja
Gáta
List
Morgunleikfimi
Biðin
Ljóðasmiður
Prangarar í pólitík,
Við syngjum ljóð á sumardegi glöðum
Silungsveiði
Skáld
Ein lítil þjóð við eld og ís
Við fákæn leggjum flest af stað