Djamm útúrdúr
Dimmir dagar svartur himinn
sálinni troðið í kaf.
Skuggar gluggans reyna að teygja
anga sína út á haf.

Spegillinn hann lýgur lýgur
og logarnir teygja sig út.
Inn í hann samt þú stígur
glöð en samt niðurlút.

Spegillinn hann lýgur lýgur
Talar ei sannleikann.
Inn í hann samt þú stígur
eltir lygarann taktfastann.

En tíminn hann tapar takti
fjarar stundum út.
Sál þína hann burtu hrakti
svo hjartað hrökk í kút.

Þú vaknar ein á víðavangi
og vofur sveima um.
Með blóðugt hjarta í þínu fangi
og stírur í augunum.

Heim þú gengur ósofin, dofin
í draugfínu dressinu.
Kjóllinn hann er sundurrifinn
og þig verkjar í klofinu.

Láttu þér nú líða betur
og legstu upp í rúm.
ég finn að það verður kaldur vetur
og mikið um blásvart húm.

 
Abbibabb
1977 - ...


Ljóð eftir Abbibabb

dagbók
Ég vildi vera fugl
Sambúð með tímanum
Rifrildi
Stundum erum við svona
sorg 3
súpan mín er köld
óður til ljóðs
sorg 4
sorg 5
brotakvöl
veruleikrit
Húsaskjól fávitans
Lambakjöt á diskinn minn
Afbrýðisemi
VInnustaður
Gamlar syndir
Djamm útúrdúr
Brúðarlín
Brennandi hjörtu
ljóð án innblásturs
Bergmál skugganna
frá degi til dags
DÍS
fjaðrahamur
Neyddur til að þegja
ég elska að míga