

fingraför vindsins
á mér
af þér
þér sem hreyfir loftið í kringum mig
greiðir mér leið gegnum daginn
hjúpuð þér
þér sem er víðsfjarri
strýk andardrátt þinn
niður hálsmálið
heyri þig hugsa
þig sem ert ekki hér
gríp andann á lofti
fyllist af þér
held andanum inni
anda út
anda þér inn
anda þér út
þú sem ert hér
þú sem er víðsfjarri
á mér
af þér
þér sem hreyfir loftið í kringum mig
greiðir mér leið gegnum daginn
hjúpuð þér
þér sem er víðsfjarri
strýk andardrátt þinn
niður hálsmálið
heyri þig hugsa
þig sem ert ekki hér
gríp andann á lofti
fyllist af þér
held andanum inni
anda út
anda þér inn
anda þér út
þú sem ert hér
þú sem er víðsfjarri