Perla
Í þessu síðasta ljóði demantsins
stóra
mikla
til perlunnar skal þjáningunni ekki
gerð skil
það verða farnar troðnar slóðir
yfir brýr í staðinn fyrir
að vaða straumþungar ár
þó þetta síðasta sumar sé
draumum hlaðið verður
ekki boðið upp á
drifhvítan snjó að loknu
afdrifaríku hausti
því ekkert er einsog það sýnist
og ekki verður spáð helgöngu
heldur munu bænir fylgja úr hlaði
perla
góða ferð yfir sjóndeildarhringinn.
stóra
mikla
til perlunnar skal þjáningunni ekki
gerð skil
það verða farnar troðnar slóðir
yfir brýr í staðinn fyrir
að vaða straumþungar ár
þó þetta síðasta sumar sé
draumum hlaðið verður
ekki boðið upp á
drifhvítan snjó að loknu
afdrifaríku hausti
því ekkert er einsog það sýnist
og ekki verður spáð helgöngu
heldur munu bænir fylgja úr hlaði
perla
góða ferð yfir sjóndeildarhringinn.