Í gestabók Skorrahesta
Svarri sendi kveðju 30.08.09:

Ekki er mér orðið um sel
hvað æðir fram um vegi.
Það yfirskyggir að ég tel
óðalsbóndann í Skálateigi.

Doddi Júl svarar:

Af Norðfirðingum fréttist fátt
flestir puða í hljóði.
Einn er þó sem hrópar hátt
með heimagerðu ljóði.

Óðalsbóndans ægitök
á orðsins ljóðasnilli
yfirskyggja baslabök
og berast manna á milli.

Svarri svarar:

Ekki verður af honum skafið
til orðaleikja er karlinn við.
En þeim er oftast þannig farið
að Þórður mátar stórskáldið.  
Doddi Júl
1950 - ...


Ljóð eftir Dodda Júl

Breiðuvíkur Brúnka
Yljað sér við landalögg
Á atkvæðaveiðum
Ort á milli vina
Það eru föll er feitir detta
Á efsta degi
Fagurgalinn
Útrásarvíkingarnir
Maísól
Þokki
Í gestabók Skorrahesta
skuggar sálarinnar
Veraldarrykið
Blíða
Blíða mín
Í ljúfu sem ströngu