Í gestabók Skorrahesta
Svarri sendi kveðju 30.08.09:
Ekki er mér orðið um sel
hvað æðir fram um vegi.
Það yfirskyggir að ég tel
óðalsbóndann í Skálateigi.
Doddi Júl svarar:
Af Norðfirðingum fréttist fátt
flestir puða í hljóði.
Einn er þó sem hrópar hátt
með heimagerðu ljóði.
Óðalsbóndans ægitök
á orðsins ljóðasnilli
yfirskyggja baslabök
og berast manna á milli.
Svarri svarar:
Ekki verður af honum skafið
til orðaleikja er karlinn við.
En þeim er oftast þannig farið
að Þórður mátar stórskáldið.
Ekki er mér orðið um sel
hvað æðir fram um vegi.
Það yfirskyggir að ég tel
óðalsbóndann í Skálateigi.
Doddi Júl svarar:
Af Norðfirðingum fréttist fátt
flestir puða í hljóði.
Einn er þó sem hrópar hátt
með heimagerðu ljóði.
Óðalsbóndans ægitök
á orðsins ljóðasnilli
yfirskyggja baslabök
og berast manna á milli.
Svarri svarar:
Ekki verður af honum skafið
til orðaleikja er karlinn við.
En þeim er oftast þannig farið
að Þórður mátar stórskáldið.