Glíma
Á þeim tíma, á þeim stað
þegar undrin voru falin
á þeim tíma ég bænir bað
um miða í brottfararsalinn
ég sat sem fastast á fjallagrjóti
og fortíðina ég aftur spann
ég ofan gekk en þó upp í móti
og yfirgaf allt það sem ég fann
og sól á himni sýndi sig
og mér sýndist allt verða blárra
gætirðu hætt að glíma við mig
og gefið mér eitthvað skárra
uppá fjallsins eina toppi
ég dalina víðu leit
í einu heitu hjartastoppi
ég hélt ég sæi norðursveit
ég aftur kom til leiks og lífs
og leit nú á þær tíðir
er ég átti sæll til skeiðar og hnífs
er sumir vetur voru blíðir
en sól á himni sýndi sig
og mér sýndist allt verða grárra
gætirðu hætt að glíma við mig
og gefið mér eitthvað skárra
gleymdu því sem gleyma má
ég skal gleyma öllu hinu
illgresið og ástin smá
eru að verða að sinu
og ég á mig og þú átt þig
og því er best að sofna
því tíðin okkar er tilverustig
fyrir tóma tekjustofna.
og sól á himni sýndi sig
og mér sýndist allt verða blárra
gætirðu hætt að glíma við mig
og gefið mér eitthvað skárra
þegar undrin voru falin
á þeim tíma ég bænir bað
um miða í brottfararsalinn
ég sat sem fastast á fjallagrjóti
og fortíðina ég aftur spann
ég ofan gekk en þó upp í móti
og yfirgaf allt það sem ég fann
og sól á himni sýndi sig
og mér sýndist allt verða blárra
gætirðu hætt að glíma við mig
og gefið mér eitthvað skárra
uppá fjallsins eina toppi
ég dalina víðu leit
í einu heitu hjartastoppi
ég hélt ég sæi norðursveit
ég aftur kom til leiks og lífs
og leit nú á þær tíðir
er ég átti sæll til skeiðar og hnífs
er sumir vetur voru blíðir
en sól á himni sýndi sig
og mér sýndist allt verða grárra
gætirðu hætt að glíma við mig
og gefið mér eitthvað skárra
gleymdu því sem gleyma má
ég skal gleyma öllu hinu
illgresið og ástin smá
eru að verða að sinu
og ég á mig og þú átt þig
og því er best að sofna
því tíðin okkar er tilverustig
fyrir tóma tekjustofna.
og sól á himni sýndi sig
og mér sýndist allt verða blárra
gætirðu hætt að glíma við mig
og gefið mér eitthvað skárra