Hönd í hönd
Ég sá þau ganga hönd í hönd
heilög einsog engin væru lönd
og leiðin þeirra lá niðrað strönd
einhvers hafs sem er óendanlegt
ég skynjaði blindur þeirra bönd
sem batt þau saman einsog blómavönd
og ég reisti þeirra ást upp á rönd
einsog eitthvað sem er óyfirstiganlegt
og ég bað hinn bleika dauða
um ljós í betlibaukinn minn auða.
Ég eftir sat án nokkurs svars
einsog apríl væri enn í mars
ég sendi á eftir til þessa pars
allt það sem ég aldrei gaf
í reyttum runna ég leitaði vars
lét hugann reika til næsta bars
og ég óskaði mér héðan fars
til þess beðs sem ég áður svaf
og nú bið ég hinn bleika dauða
um líf í betlibaukinn minn auða.
Ég átti mér upphaf sem endaði hér
einn í runna Faðir fyrirgef mér
nú er ég þar sem mig enginn sér
eða á ferð niðrað sjávarströnd
ég kreisti og held fast í hendina á þér
og hærra til þín minn Guð ég fer
og við göngum niðrað strönd einsog óvígur her
og ég mun kanna okkar ódáinslönd
og þú biður hinn bleika dauða
um líkn í betlibaukinn þinn auða.
heilög einsog engin væru lönd
og leiðin þeirra lá niðrað strönd
einhvers hafs sem er óendanlegt
ég skynjaði blindur þeirra bönd
sem batt þau saman einsog blómavönd
og ég reisti þeirra ást upp á rönd
einsog eitthvað sem er óyfirstiganlegt
og ég bað hinn bleika dauða
um ljós í betlibaukinn minn auða.
Ég eftir sat án nokkurs svars
einsog apríl væri enn í mars
ég sendi á eftir til þessa pars
allt það sem ég aldrei gaf
í reyttum runna ég leitaði vars
lét hugann reika til næsta bars
og ég óskaði mér héðan fars
til þess beðs sem ég áður svaf
og nú bið ég hinn bleika dauða
um líf í betlibaukinn minn auða.
Ég átti mér upphaf sem endaði hér
einn í runna Faðir fyrirgef mér
nú er ég þar sem mig enginn sér
eða á ferð niðrað sjávarströnd
ég kreisti og held fast í hendina á þér
og hærra til þín minn Guð ég fer
og við göngum niðrað strönd einsog óvígur her
og ég mun kanna okkar ódáinslönd
og þú biður hinn bleika dauða
um líkn í betlibaukinn þinn auða.