Raunasaga
Ég minnist minna æsku daga
man þorpið góða, heimahaga
þar lifði og lék ég glaður
við ljúfa vini uns varð ég maður
þar þráði ég forðum að vera
og þar líka bein mín bera
því fríður ég var
af öðrum þar bar
og heillaði allar stelpurnar
en nú er ég orðinn gamall og gugginn
og grautfull því horfinn er sjarminn
enda ei lengur lofsins verður
er latur og fæ bara kaldar kveðjur
en það sem verra er
og það ég varla ber
að frúnni finnst ég ekki sexý lengur.
man þorpið góða, heimahaga
þar lifði og lék ég glaður
við ljúfa vini uns varð ég maður
þar þráði ég forðum að vera
og þar líka bein mín bera
því fríður ég var
af öðrum þar bar
og heillaði allar stelpurnar
en nú er ég orðinn gamall og gugginn
og grautfull því horfinn er sjarminn
enda ei lengur lofsins verður
er latur og fæ bara kaldar kveðjur
en það sem verra er
og það ég varla ber
að frúnni finnst ég ekki sexý lengur.
Ort mér til gamans, vegna 67 ára afmælis 20 desember.