Raunasaga
Ég minnist minna æsku daga
man þorpið góða, heimahaga
þar lifði og lék ég glaður
við ljúfa vini uns varð ég maður

þar þráði ég forðum að vera
og þar líka bein mín bera
því fríður ég var
af öðrum þar bar
og heillaði allar stelpurnar

en nú er ég orðinn gamall og gugginn
og grautfull því horfinn er sjarminn
enda ei lengur lofsins verður
er latur og fæ bara kaldar kveðjur
en það sem verra er
og það ég varla ber
að frúnni finnst ég ekki sexý lengur.
 
Janus Hafsteinn Engilbertsson
1942 - ...
Ort mér til gamans, vegna 67 ára afmælis 20 desember.


Ljóð eftir Janus Hafstein

Á vordögum
Þvílíkur dagur
Haustlauf
Endurkoma
Uppgjör daganna
Eftirmáli
Kvótablús
Skipið
Trú
Gamall vinur
Á sama tíma
Fríða frá
Þagnar ljóð
Eina ástin
á bryggjunni
Nálaraugað
Vetrarsólstöður
Stafalogn
Úreldir
Að lifa
Að fæðast
Þunglyndi
Efinn
Meira en veðurspá
Steinarr í maga úlfsins
Lænur himins
Faðmlag
Að sigla
Jafnvægi
Máttvana
Vorboði
Vinur
Ljóð vegur mig
Kvótablús taka tvö
innistæðulaus orð
Dagatal
Sólarlandasæla
Í kvöld er ég glaður
Undir sænginni
Ísland í dag
Konu eins og þig
Örlög
Raunasaga
Aflaklóin
STAM