

Undir þykkum þyrnirunna
þar falin augum manna
einmana rós
berst fyrir lífi og bættum heimi
betra heimili
Þeir skyggja sólarljósið á
þyrnirunnar stórir
hverfandi rós
hættir að berjast og horfir á
glataðan heim
Víkkar bæði og stækkar vel
vegur þyrna stórra
vonlaus rós
föst í fjötrum þyrnirunna
í fallegum garði
þar falin augum manna
einmana rós
berst fyrir lífi og bættum heimi
betra heimili
Þeir skyggja sólarljósið á
þyrnirunnar stórir
hverfandi rós
hættir að berjast og horfir á
glataðan heim
Víkkar bæði og stækkar vel
vegur þyrna stórra
vonlaus rós
föst í fjötrum þyrnirunna
í fallegum garði